Varúð skal höfð!

Hér eru ill tíðindi!  Fyrir þá sem ekki vita þá er ethanól fræðimannsheitið yfir það sem leikmenn kalla alkóhól, einnig þekkt sem vínandi.  Það er sem kunnugt er hið virka innihaldsefni í áfengu veigum þeim sem seldar eru í áfengiseinkasölu ríkisins.  Vínandaneysla er eitt hið mesta vandamál sem samfélag okkar á við að glíma, og er á hverju ári veitt allmörgum af hinum dýrmætu skattkrónum okkar í að berjast gegn áfengisbölinu.  Þetta er ekkert nema illa dulbúin tilraun til að einkavæða sölu á áfengum veigum.  Ég treysti á að samtök Neopúrítana og Helgargræningja berjist gegn þessari illu þróun á þingi.
mbl.is Flytja inn etanól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess ber að geta að etanólblandan sem um er rætt (E85), inniheldur 85% etanól og 15% önnur efni, sbr. hefðbundið eldsneyti - það er m.a. gert til að koma í veg fyrir inntöku efnisins. :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 19:29

2 identicon

HAHAHA, þú trúðir þó ekki í alvöru að stórt bílaumboði myndi flytja inn sérstaka bíla og hrinda af stað rándýru tilraunaverkefni, til þess eins að dulbúa áfengissmygl?

Þetta eldsneyti er ónothæft til neyslu! 

Elis Traustason (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband