13.7.2007 | 19:20
Vá fyrir dyrum
Í gegnum áraraðir hefur Lyfjastofnun verið einn burðarásinn í þeirri flóru ríkisstofnana sem staðið hafa vörð um heill landans. Ef að verður af þessum breytingum sem þingflokksformaður Gallupflokksins Samstöðu boðar þá er það lýðnum ljóst að við munum verða ofurseld erlendum hagsmunaaðilum. Einnig má það telja líklegt að almenn lyfjaneysla muni aukast sem þeim áhrifum sem af því stafar. Eini aðilinn sem eitthvað mun koma til með að hagnast af þessu er Íslandspóstur, sem líklega mun sjá fram á stóraukinn fjölda póstsendinga utan frá.
Vill leyfa póstverslun með lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að vera ofurseldur einum innlendum hagsmunaaðila er vart betra en að vera "ofurseldur" erlendum hagsmunasamtökum sem eru í samkeppni. Við aðhyllumst frjálsa verslun, samkeppni og jöfn tækifæri. Þetta var flott hjá þér Lúðvík Bergvinsson
Bstu kveðjur
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 13.7.2007 kl. 19:39
Sammála Kalla Matt. Lyfjastofnun er aðeins að standa vörð um hagsmuni lyfsala á Íslandi. Þetta er vond stofnun, sem á sök á því ástandi sem hér ríkir og hefur gert Ísland að athlægi á erlendum vettvangi, m.a. fyrir að eltast við einstaklinga sem vilja panta sér vítamín á vefnum.
Bjarni M (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 03:54
Algjörlega sammála síðasta ræðumanni, það sést nú að "báknið" Lyfjastofnun er óvinur neytanda í landinu, nú ætlar stofnunin að koma í veg fyrir að menn geti fengið ódýrari lyf í pósti þó að lyfseðlar fylgi og allt sýnist löglegt, nei Lyfjastofnun mun standa enn með Lyfsölum og okrurum í landinu og er þetta mjög vond stofnun. Eins þegar fólk er að panta sér ýmis vítamín og fæðubótarefni sem allstaðar eru tilgreind sem hollustuefni, nei þá er það þessi sama gamla stofnun sem lætur endursenda eða farga þessum efnum sem einstaklingar eru að panta sér. Þessu þarf að linna..
Skarfurinn, 15.7.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.