15.7.2007 | 16:11
Hin spánska sjón
Margt er það er spánskt kemur fyrir sjónir er flutt er til annars land. Eitt dæmi sem mig langar minnast á er frá nýlegu hátið sem haldin var á leikskóla erfingjans í síðastliðnum mánuði. Hátíð þessi var sumpart haldin til að fagna sumri, en einnig var verið að kveðja elstu börnin sem áttu að hefja vist á skóladagheimili til að undirbúa þau undir að byrja í skóla síðar í sumar.
Á þessari hátíð tíðkast það að foreldrar barnanna elda rétti að heiman (demógrafían er ca. 30% Íslendingar, 30% Færeyingar, 30% Danir og 10% af öðrum uppruna). Með matnum eru boðin drykkjarföng til kaups. Það varð þess valdandi að ég rita þennan pistil var það úrval drykkjarfanga sem boðið var uppá. Eins og búast mátti við var þar á boðstólnum ávaxtasaft. Örlitla furðu vakti að þar var einnig boðið upp á gosdrykki, sem þó hefði ekki þótt merkilegt fyrir stofnun lýðheilsustöðvar. Nei, hið almerkilegasta var að þar var einnig boðið uppá öl af krana og borðvín. Sé ég fyrir mér viðbrögð Þorgríms ef hann frétti af þessu. Væri hann vís til þess að drepa í vindlinum og snúa sér við í sófanum (hann er víst ekki kominn í gröfina enn (megi hann tóra í þúsund ár)). Einnig þótti mér markvert það æðruleysi sem landinn tók þessu frjálslyndi. Ekki varð ég var annað en að hann sæti á strák sínum og ekki bar á ofurölvun og drykkjulátum. Gæti það verið að þetta tengist eitthvað landfræðilegri legu? Má það vera að eftir því sem nær dragi miðbaug að dragi úr "tendens" til misbeitingar áfengra drykkja?
Að lokum má svo geta þess að eftir að pöpullinn hélt heim þá settist starfsfólkið við drykkju fram eftir kvöldi, og mætti svo aftur til vinnu morguninn eftir (föstudagsmorgni).
Á þessari hátíð tíðkast það að foreldrar barnanna elda rétti að heiman (demógrafían er ca. 30% Íslendingar, 30% Færeyingar, 30% Danir og 10% af öðrum uppruna). Með matnum eru boðin drykkjarföng til kaups. Það varð þess valdandi að ég rita þennan pistil var það úrval drykkjarfanga sem boðið var uppá. Eins og búast mátti við var þar á boðstólnum ávaxtasaft. Örlitla furðu vakti að þar var einnig boðið upp á gosdrykki, sem þó hefði ekki þótt merkilegt fyrir stofnun lýðheilsustöðvar. Nei, hið almerkilegasta var að þar var einnig boðið uppá öl af krana og borðvín. Sé ég fyrir mér viðbrögð Þorgríms ef hann frétti af þessu. Væri hann vís til þess að drepa í vindlinum og snúa sér við í sófanum (hann er víst ekki kominn í gröfina enn (megi hann tóra í þúsund ár)). Einnig þótti mér markvert það æðruleysi sem landinn tók þessu frjálslyndi. Ekki varð ég var annað en að hann sæti á strák sínum og ekki bar á ofurölvun og drykkjulátum. Gæti það verið að þetta tengist eitthvað landfræðilegri legu? Má það vera að eftir því sem nær dragi miðbaug að dragi úr "tendens" til misbeitingar áfengra drykkja?
Að lokum má svo geta þess að eftir að pöpullinn hélt heim þá settist starfsfólkið við drykkju fram eftir kvöldi, og mætti svo aftur til vinnu morguninn eftir (föstudagsmorgni).
Flokkur: Almannaheill | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.